ÍSLANDSKORT          LANDSHLUTAKORT          SÉRKORT          FERÐAKORTABÆKUR          VEGGKORT

Sannkölluð ævintýraferð

Kortin ykkar þjónuðu lykilhlutverki og eru jafnframt eftirlætis minjagripurinn minn þar sem þau voru vegvísir á ferðalagi mínu um Ísland.

Geoff Harper, ferðalangur

Byggt á traustum grunni

Ferðakort er vefverslun sem byggir á traustum grunni og langri hefð í kortagerð og ferðakortaútgáfu sem rekja má til Landmælinga Íslands. Árið 2007 varð breyting á starfsemi stofnunarinnar og hún hætti að sinna kortaútgáfu sem staðið hafði um áratuga skeið. Iðnmennt ses, sem rekur IÐNÚ útgáfu og bókaverslun í Brautarholti 8, Reykjavík, keypti í kjölfarið stafræna útgáfugrunna Landmælinga Íslands og lager af eldri kortum og hóf útgáfu korta og kortabóka í nafni IÐNÚ útgáfu.

IÐNÚ útgáfa leggur áherslu á útgáfu vandaðra ferðakorta og ferðabóka sem gera ferðalög um Ísland bæði aðgengileg og ánægjuleg. Öll kort fyrirtækisins sem og eldri kort Landmælinga Íslands eru nú fáanleg í þessari vefverslun og í kortaverslun IÐNÚ í Brautarholti 8, nálægt Hlemmi í miðbæ Reykjavíkur.